Íslenskt WoW Guild
Hetjuklúbburinn
Kynntu þér málið

Guildið

Frjálsleg áhlaup, harðkjarna félagsskapur

Stöðugleiki

Hetjuklúbburinn er eitt elsta og langlífasta íslenska guildið í WoW. Stofnað árið 2008 og enn að raida og leika sér online. Það eru fá íslensk guild sem hafa verið jafn stöðug og Hetjuklúbburinn í gegnum heilu teirin expansionin með sama árangri.

Vinskapur

Hetjuklúbburinn er mjög þétt og náið guild sem leggur mikla áherslu á félagslega þáttinn innan og utan leiksins. Drama og vesen er varla þekkt og innan guildsins hafa myndast mjög sterk vinasambönd hjá fólki sem þekktist ekkert fyrir.

Áhlaup

Hetjuklúbburinn er casual raiding guild sem er þó yfirleitt í toppbáráttu meðal íslenskra guilda og þótt víða væri leitað. Við getum ekki boðið upp á hardcore endgame raiding en bjóðum í staðinn upp á mjög stöðugt raiding umhverfi og frábæran félagsskap.

Fréttir

Kannski eru þær nýjar, kannski eru þær gamlar

HK

Krakir stígur niður og Gerla tekur við

February 24, 2015

Síðan Hetjuklúbburinn byrjaði að raida Siege of Orgrimmar hef ég hugsað um að ég myndi vilja minnka við mig í stjórnun guildsins. Mér hefur þó aldrei fundist vera “hinn rétti tími” til að stíga til hliðar. Það var lokaraid í expansioni sem við vildum klára með stíl, það var nýtt expansion sem þurfti að undirbúa allt fyrir, síðan nýtt raid, nýr hópur, nýir spilarar og svo framvegis. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta guild og spilarana í því og hef því ekki vljað skilja það eftir í lausu lofti.

Ég er ekki að fara hætta spila eða raida. Eins og ég sagði þá dýrka ég þennan hóp og hann er alltaf að þéttast og verða betri og betri. Ég sé fram á æðislega tíma með þessu guildi og hlakka til að færast áfram með þessum hóp.

Ég ætla hinsvegar að stíga niður frá því að stjórna og vera þess í stað meðspilari. Ég tók við guildinu í patch 3.3. Ég held að það sé engum hollt að stjórna einn til lengdar. Það er nauðsynlegt stundum að breyta til, fá ný sjónarhorn, nýjar leiðir til að leysa hlutina og nýja sýn sem færir hópinn enn lengra en maður gat sjálfur. Seinustu vikur hef ég verið að ræða við Gerlu um að hún verði sá einstaklingur. Þetta er því engin skyndiákvörðun.

Þegar Gerla joinaði guildið þekkti hún engan. Hún /w mig um að fá að raida og ég sagði henni eins og ég segi flestum: Hópurinn er að mestu fullskipaður, hún verði að sanna sig og sýna þolinmæði. Hún gerði það og hefur varla misst úr raid síðan. Hún hefur alltaf haft hagsmuni guildsins að leiðarljósi og sýnt því áhuga og viljað hjálpað til. Hún er réttsýn og heiðarleg og hefur áhugann og tímann til að sinna guildinu.

Ég vil þakka kærlega fyrir það traust sem mér var sýnt þessi ár sem ég var guild leader yfir þessum frábæra hóp og treysti því að núverandi og komandi spilarar HK sýni Gerlu sama traust.

Raiding

Þeir eiginlekar sem við sækjumst eftir í raider

Getu

Þú þarft að geta performað hlutverkið þitt. Þú þarft að geta hugsað fljótt og framkvæmt hluti. Þú þarft að geta skilað eðlilegum tölum á recount.

Reynslu

Þú þarft að þekkja klassann frá A-Ö. Vita nákvæmlega hvaða abilities hann hefur og geta hugsað krítiskt hvernig þau virka eða megi nota gegn abilities hjá bossum.

Mætingu

Þú þarft að geta stjórnað lífi þínu nokkuð sjálfur og skipulagt þig. Þetta er þéttur hópur með lítið rotation. Þú færð spottið og heldur því

Stöðugleika

Þú þarft að getað haldið út heilt expansion. Hópurinn virkar og rúllar vel því að allir þekkja inn á hvorn annan og hafa spilað saman lengi lengi.

Vinnusemi

Þú þarft að sinna hlutum utan raidsins eins og að valor cappa þig, farma rep fyrir gear, gera dailies, coins fyrir aukaroll, etc.

Félagsfærni

Þú þarft að vera næs gaur/gella. Okkur þarf að líka sæmilega við þig. Við erum að spila því að hópurinn er skemmtilegur, því að okkur líkar vel við hvort annað, því að við þekkjumst vel.

Tímataflan

Þriggja daga raiding guild

MánÞriðMiðFimFösLauSun
19:45 - 23:00-19:45 - 23:00--19:45 - 23:00

Stjórnin

Fólkið sem lætur allt rúlla

Gerla

Forseti

Arnason

Raid Leader

Siphón

Ráðherra

Sækja um

Ertu awesome spilari og ekki douche?

Karakterinn

Spilarinn

Sálfræðipróf

Spilun